Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Xgeva (denosumab)

Amgen hefur sent heilbrigðisstarfsmönnum bréf varðandi Xgeva (denosumab).

Í bréfinu er eftirfarandi komið á framfæri:

  • Tíðni frumkominna illkynja æxla er hærri í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með langt gengin illkynja æxli sem fengu Xgeva (denosumab) samanborið við zoledronsýru.
  • Samanlögð tíðni nýrra illkynja æxla eftir eitt ár var 1,1% fyrir sjúklinga sem fengu denosumab samanborið 0,6% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með zoledronsýru.
  • Ekkert meðferðartengt mynstur fyrir einstök krabbamein eða krabbameinshópa var sýnilegt.

 

Xgeva (denosumab) er ætlað til:

  • Fyrirbyggjandi meðferðar við einkennum frá beinum (sjúkleg beinbrot, geislun beina, samfall hryggjarliða eða beinaskurðaðgerð) hjá fullorðnum með langt gengna illkynja sjúkdóma sem tengjast beinum.
  • Meðferðar hjá fullorðnum og unglingum með þroskuð bein með risafrumuæxli í beinum sem eru ekki skurðtæk eða þegar brottnám með skurðaðgerð er líklegt til að valda alvarlegu sjúkdómsástandi.

 

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Tilkynning aukaverkana

Vinsamlegast tilkynnið allar aukaverkanir sem grunur er á að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 23. maí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat