Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Ziagen, Trizivir, Kivexa og Triumeq

Markaðsleyfishafar sérlyfja sem innihalda abacavír hafa í
samráði við Lyfjastofnun Evrópu sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
til þess að koma á framfæri nýjum upplýsingum um
ofnæmisviðbrögð við abacavíri.

Þetta er gert til þess að uppfylla kröfur sem settar hafa
verið af lyfjayfirvöldum og er tilgangurinn að auka skilning og þekkingu á
þessum ofnæmisviðbrögðum og að bæta við þær upplýsingar sem eru í samantekt á
eiginleikum lyfjanna.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu
og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfin Ziagen,
Trizivir,
Kivexa
og Triumeq
í sérlyfjaskrá.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 13. júní 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat