COVID-19: Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria)

Uppfærðar upplýsingar um hættu á segamyndun samhliða blóðflagnafæð. 

Markaðsleyfishafi lyfsins (AstraZeneca AB) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Samantekt bréfsins er svohljóðandi:

  • Frábending er fyrir notkun Vaxzevria hjá einstaklingum sem hafa fengið heilkenni segamyndunar með blóðflagnafæð eftir fyrstu bólusetningu með Vaxzevria.
  • Heilkenni segamyndunar með blóðflagnafæð krefst sérhæfðar læknismeðferðar. Heilbrigðisstarfsfólk á að fara eftir viðeigandi leiðbeiningum og/eða leita ráðgjafar hjá sérfræðingi (t.d. sérfræðingi í blóðsjúkdómum eða sérfræðingi í blóðstorkusjúkdómum) við greiningu og meðferð ástandsins.
  • Einstaklinga sem greinast með blóðflagnafæð innan þriggja vikna frá bólusetningu með Vaxzevria á að rannsaka vandlega með tilliti til teikna um blóðsegamyndun. Sama á við um einstaklinga sem greinast með blóðsegamyndun innan þriggja vikna frá bólusetningu, þá á að rannsaka með tilliti til blóðflagnafæðar.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) í sérlyfjaskrá.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) til Lyfjastofnunar.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 2. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat