Á COVID-19 síðu Lyfjastofnunar er leitast við að miðla nýjustu upplýsingum og fréttum af bóluefnum og lyfjum við COVID-19. Liður í því er sérstök undirsíða um aukaverkanir af bóluefnunum. Þar má finna upplýsingar um:
- Við hvaða aukaverkunum megi búast eftir bólusetningu,
- hvenær hafa skal samband við lækni,
- hvernig tilkynna á aukaverkun,
- hvað Lyfjastofnun gerir til að fylgjast með öryggi bóluefna gegn COVID-19.
Fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun
Nýjasta viðbótin á síðuna eru tölulegar upplýsingar um hversu margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkun hafa borist fyrir hvert og eitt bóluefni gegn COVID-19. Tölurnar eru uppfærðar alla virka daga kl. 11:00.
Mikilvægt er að þeir sem skoða upplýsingarnar geri sér grein fyrir þeim fyrirvörum sem settir eru við lestur, notkun og túlkun þeirra.