Minnt á opnunartíma yfir hátíðarnar

Opnunartími Lyfjastofnunar yfir hátíðarnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð á tímabili lágmarksþjónustu, en símtalsbeiðnum og netspjalli verður þó sinnt þá daga

Líkt og auglýst hefur verið verður Lyfjastofnun opin almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, kl. 9:00-15:00, fyrir utan aðfangadag og gamlársdag.

Dagana 23. desember – 3. janúar 2025 verður lágmarksþjónusta. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð og því ekki tekið við eftirritunarskyldum lyfjum á þessum tíma. Netspjalli og símtalsbeiðnum verður þó sinnt þessa daga, og áríðandi verkefnum sömuleiðis þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 6. janúar 2025.

Takmarkanir verða í nokkrum málaflokkum líkt og sjá má í frétt okkar frá 13. nóvember sl.

Síðast uppfært: 20. nóvember 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat