Minnt á samráðsferli um rafræna fylgiseðla

Snemma á þessu ári var
opnuð samráðsgátt á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), forstjóra evrópskra
lyfjastofnana (HMA), og Framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hagsmunaaðlium og almenningi er gefinn kostur á að segja álit sitt
á drögum að stefnu um rafrænar lyfjaupplýsingar; þó einungis um lyf fyrir menn.
Frá
þessu var sagt
hér á vefnum. Þau drög sem lögð voru fram til umsagnar eru
byggð á ítarlegri umfjöllun á vegum EMA og Framkvæmdastjórnar ESB á síðasta
ári. Meginatriði draganna sem fyrir liggja er það sjónarmið að samræma upplýsingar
um lyf um allt EES-svæðið, og sett eru fram ýmis rök fyrir margvíslegum
ávinningi af notkun rafrænna fylgiseðla.

Capture

Hér með er minnt á
samráðsferlið sem stendur til 31. júlí
nk
. Það er öllum opið.

Samráðsgáttin

Drög
að stefnu um rafrænar lyfjaupplýsingar

Mynd: Katharina Koch, Paul-Ehrlich-Institut

Síðast uppfært: 4. júní 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat