Nýtt frá PRAC – mars 2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) varar við hættu fylgjandi því að lyfið Xofigo sé notað samhliða Zytiga og prednisone/prednisolon. Rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni dauðsfalla og beinbrota hjá þeim sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli, sem hafa verið meðhöndlaðir með þessum þessum lyfjum saman. Sagt hefur verið nánar frá tilmælum PRAC hér á vefnum

PRAC leggur til að MS-lyfið Zinbryta verði tafarlaust innkallað eins og áður hefur verið getið um. Alvarlegum tilvikum vegna notkunar hefur fjölgað. Þau lýsa sér annars vegar í lifrarskemmdum, hins vegar í heilabólgu og heilahimnubólgu. Tilmælin verða send Framkvæmdastjórn ESB til umfjöllunar og ákvörðunar, sem þá yrði bindandi.

PRAC hefur ákveðið að skipuleggja opinn fund fyrir almenning, sem yrði liður í athugun á sýklalyfjum í flokkum kínólóna og flúorókínólóna. Þetta er gert til að geta metið enn frekar sjaldgæfar en viðvarandi aukaverkanir af notkun slíkra lyfja sem tengjast vöðvum, liðum og taugakerfinu.

Frétt EMA af fundi PRAC 5.-8. mars

Síðast uppfært: 14. mars 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat