Stafræn umbreyting Lyfjastofnunar tilnefnd til íslensku vefverðlaunanna

Mikil vinna hefur verið lögð í stafræna umbreytingu Lyfjastofnunar og í stefnu stofnunarinnar til næstu ára er áhersla lögð á áframhaldandi stafrænar umbætur

Í síðustu viku voru kunngjörðar tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna 2022 og er stafræn umbreyting Lyfjastofnunar á meðal tilnefninga í flokknum Stafræn lausn ársins.

Tilnefningar í flokknum Stafræn lausn ársins eru eftirtaldar:

  • GRID
  • indó sparisjóður
  • Réttarvörslugátt
  • Stafræn umbreyting Lyfjastofnunar
  • Vefsala TM

Stafræn umbreyting Lyfjastofnunar

Síðastliðin ár hefur mikið verið lagt í stafræna umbreytingu Lyfjastofnunar. Stafrænn hönnunarstaðall var útfærður sem grunnur að allri stafrænni ásýnd stofnunarinnar. Í lok árs 2020 var nýr íslenskur vefur tekinn í notkun og í lok árs 2022 voru bæði nýr enskur vefur og nýr sérlyfjaskrárvefur opnaðir. Þá hefur ársskýrsla Lyfjastofnunar verið færð yfir á sérstakan ársskýrsluvef. Stafræn umbreyting Lyfjastofnunar er unnin í samvinnu við Hugsmiðjuna.

Í miðjum heimsfaraldri COVID-19 var Lyfjastofnun varpað í sviðsljósið og eftirspurn eftir upplýsingum frá stofnuninni jókst tiltöluega hratt á stuttum tíma. Nýr vefur spilaði lykilhlutverk við miðlun upplýsinga til almennings og heilbrigðisstétta á þessum tíma og auðveldaði okkur það til muna.

Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa að baki íslensku vefverðlaununum sem fara fram ár hvert. Verðlaunin verða veitt 31. mars nk. í Gamla bíó í Reykjavík.

Síðast uppfært: 28. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat