Fréttir

Afgreiðslutími Lyfjastofnunar í sumar - 30.6.2020

Dagana 20. júlí til 31. júlí 2020 verður opið hjá Lyfjastofnun á venjulegum afgreiðslutíma en lágmarksþjónusta verður veitt þessa daga vegna sumarleyfa starfsfólks.

Árétting – ábyrgð á afhendingu lyfja í apóteki - 17.7.2020

 Að gefnu tilefni skal áréttað að lyfjafræðingur ber ábyrgð á afhendingu lyfja í apóteki samkvæmt 12. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Í 18. grein sömu reglugerðar er kveðið á um að lyf verði einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans. Lyfjastofnun ítrekar þá túlkun stofnunarinnar að það sé til útfærslu hjá lyfsöluleyfishöfum og á ábyrgð viðkomandi lyfjafræðings með hvaða hætti lögmæti afhendingar lyfja til umboðsmanna sjúklinga er sannreynt.

Nýtt frá CVMP – júlí 2020 - 17.7.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) hélt fjarfund dagana 14.-16. júlí sl. 

Fréttasafn