Fréttir

Nýtt frá PRAC – mars 2018 - 14.3.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði 5.-8. mars sl.
Ályktað var um  xofigo, zinbryta, og sýklalyf í flokkunum kínólón and flúorkínólón. 

Varað við notkun lyfsins Xofigo samhliða Zytiga og prednisone/prednisolone - 13.3.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) varar við hættu fylgjandi því að lyfið Xofigo sé notað samhliða Zytiga og prednisone/prednisolon. Læknar ættu ekki að hefja lyfjagjöf af þessum toga, og hætta slíkri meðferð hjá sjúklingum sem þegar hafa hafið hana.

Til lækna: Paratabs retard af markaði 1. júní - 13.3.2018

Í kjölfar málskots sem lauk með bindandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evópusambandsins hefur Lyfjastofnun ákveðið að íslensk markaðsleyfi lyfja sem innihalda parasetamól með breyttan losunarhraða skuli felld niður tímabundið. Á Íslandi nær ákvörðunin til eins lyfs á markaði, Paratabs retard, auk tveggja lyfja sem ekki hafa verið markaðssett. Ástæðan er hætta á eitrun hjá sjúklingum sem hafa tekið of stóran skammt af parasetamóli með breyttan losunarhraða. Hægt verður að ávísa og afgreiða Paratabs retard í apótekum til og með 31. maí nk.

Fréttasafn