Fréttir

Rafrænt umboð til afhendingar lyfja í apóteki - 28.9.2020

Frá og með 1.október nk. verður hægt að veita umboð vegna afhendingar lyfja rafrænt í gegnum Heilsuveru. Frá sama tíma þarf sá sem sækir lyf fyrir annan en sjálfan sig að hafa til þess umboð.

Meira öryggi fylgir því að veita umboð með rafrænum hætti en á pappír, enda er krafist auðkenningar með rafrænum skilríkjum inn í Heilsuveru. Rafræna umboðið verður gilt í öllum apótekum, sé það skráð í Heilsuveru. Almenningur er eindregið hvattur til að nýta Heilsuveru til að veita rafrænt umboð.

Þar sem um viðamiklar breytingar á hugbúnaðarkerfum apóteka er að ræða má búast við einhverjum hnökrum allra fyrst í innleiðingu rafrænna umboða en frá miðjum októbermánuði ætti ferlið að ganga snurðulaust fyrir sig.

Ný lyf á markað í september - 30.9.2020

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september.

Nýtt frá CHMP – september 2020 - 24.9.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fjarfund dagana 14.-17. september sl. Mælt var með að sjö lyf fái markaðsleyfi, og einnig mælt með viðbótarábendingum fyrir 15 lyf. Þá var birt niðurstaða mats á dexametasónlyfjum til að meðhöndla alvarlega veika sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsi. 

Fréttasafn