Fréttir

Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga komið í samráðsgátt stjórnvalda - 22.2.2019

Lögð hafa verið fram í samráðsgátt drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Meðal nýmæla eru ákvæði um lyfjagreiðslunefnd, dýralækna, og tilkynningu aukaverkana. Umsagnir má senda til og með 3. mars. 

Varað við notkun tíaneptíns án samráðs við lækni - 22.2.2019

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics og hafa mörg hver lyfjavirkni. Nootropics eru efni sem sögð eru örva heilastarfsemi og eru algeng í netsölu erlendis frá. Þau innihalda í sumum tilvikum lyfjavirk efni sem geta verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine.

Tímabundin undanþága veitt fyrir Ventoline - 21.2.2019

Heimilt er að selja Ventoline 200 míkróg/skammt, innöndunarduft, 60 skammtar með vörunúmeri 12 43 47 þar til upplýsingar verða uppfærðar í lyfjaskrám 1. mars nk.

Fréttasafn