Fréttir

Aukaverkanatilkynningar í nóvember - 11.12.2019

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja eru færri í nóvember síðastliðnum en í október. Aftur á móti eru tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir hlutfallslega fleiri í nóvember en aðra mánuði ársins.

Rannsóknir til að meta árangur lyfja á framvindu langvinnra nýrnasjúkdóma - 11.12.2019

Nýverið voru birtar í tímaritinu American Journal of Kidney Diseases niðurstöður rannsókna sem styrktar voru af bandarísku sjúklingasamtökunum National Kidney Foundation; niðurstöður sem gætu orðið forsenda fyrir þróun nýrra lyfja. Einn rannsakenda er sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, Hrefna Guðmundsdóttir lyf- og nýrnalæknir.

Lokað í dag frá kl. 14:30 - 10.12.2019

Vegna slæmrar veðurspár verður móttaka Lyfjastofnunar lokuð frá kl. 14:30 í dag þriðjudaginn 10. desember.  Í neyðartilvikum má hringja í s. 899 6962.

Fréttasafn