Lyfjastofnun – Forsíða
Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja fyrir sjúklinga og almenning
Ferðalög

Ferðast með lyf
Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið af lyfjum má ferðast með til eigin nota.
Sólarljós

Lyf og sólarljós
Sum lyf geta valdið viðbrögðum í húðinni sé hún óvarin fyrir sólarljósi. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slík viðbrögð.
Nýjustu fréttir
Naloxone nefúði gerður aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu
Landspítali og heilbrigðisráðuneytið vinna að því að lyfið Naloxone í nefúðaformi verði aðgengilegt hjá viðeigandi aðilum um allt land. Lyfið er þá til taks þegar þörf er á. Naloxone er mótefni við of stórum skammti ópíóíðlyfja og er nefúðinn notaður sem neyðarmeðferð.
EMA hefur mat á bóluefni gegn apabólu
Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur hafið mat á gögnum til þess að útvíkka ábendingu Imvanex fyrir apabólu.
Embætti landlæknis tilkynnir um breytingar á miðlun um forsjá og vensla í Heilsuveru
Breytingarnar leiða til þess að báðir forsjáraðilar fá aðgang að Heilsuveru barna sinna og geta sótt lyf barns í apótek. Aðrir munu þurfa rafrænt umboð.
Aukaverkun er skaðleg og ótilætluð eða óæskileg verkun lyfs (eða bóluefnis). Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar!

73
Apótek á landinu
Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum apótekum og lyfjasölum ásamt útibúum þeirra.
2.828
Lyf á markaði
Lyf má setja á markað að fengnu markaðsleyfi frá Lyfjastofnun.
3.578
Fjöldi lyfjapakkninga í verðskrá
Pakkningar lyfja sem eru með markaðsleyfi og á markaði á Íslandi. Upplýsingar um þær má nálgast á vef sérlyfjaskrár.