Tilkynntar aukaverkanir í febrúar

Tilkynningum um aukaverkanir lyfja fjölgaði lítillega milli mánaðanna janúar og febrúar. Tilkynningarnar í febrúar voru þrettán talsins, þar af voru tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir fjórar, hlutfallslega fleiri en verið hafa undanfarna mánuði. Í því sambandi má minna á að tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir lyfja eru sérstaklega mikilvægar, þótt allar tilkynningar um aukaverkanir skipti máli, svo endurmeta megi öryggi lyfja. 

Aukaverk-feb.2020-man

Læknar og notendur sendu flestar tilkynningar

Læknar sendu sex tilkynningar um aukaverkanir í febrúar, notendur fimm. Það er hærra hlutfall notenda sem tilkynna en flesta undangengna mánuði. Tilkynna má rafrænt um aukaverkun lyfja í gegnum gátt á vef Lyfjastofnunar

Aukaverk-feb.2020-tilkynnendur

Síðast uppfært: 17. mars 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat