Ozempic

Skráða lyfið Ozempic er fáanlegt.

1. júlí 2024

Allir styrkleikar af skráða lyfinu Ozempic eru fáanlegir, auk þess er líka til samhliða innflutt Ozempic 1 mg 3 stk. pakkning.

13. nóvember 2023

Ozempic er nú ófáanlegt hjá heildsölu í öllum styrkleikum. Næsta sending er væntanleg um miðjan desember.

Áfram kemur takmarkað magn til landsins í senn vegna skorts á Ozempic á heimsvísu. Markaðsleyfishafinn Novo Nordisk skammtar birgðum af lyfinu á milli landa.

9. nóvember 2023

Ozempic er fáanlegt aftur í 0,5 mg og 1 mg styrkleika.

23. október 2023

Ozempic 0,5 mg og Ozempic 1 mg kom til landsins í síðustu viku í takmörkuðu upplagi og kláraðist hjá heildsölu fyrir helgi. Birgðir gætu verið fáanlegar í apótekum.

Næsta sending er væntanleg í nóvember en nákvæm dagsetning hefur ekki verið staðfest.

18. september 2023

Skráða lyfið Ozempic kom til landsins í takmörkuðu upplagi í síðustu viku en kláraðist hjá heildsölu í vikulok. Birgðir gætu þó verið fáanlegar í apótekum.

Einhverjar birgðir koma til landsins um miðjan október en Ísland fær áfram takmarkað magn vegna skorts á heimsvísu.

1. september 2023

Skráða lyfið Ozempic er nú ófáanlegt í öllum styrkleikum. Lyfið er væntanlegt til landsins í takmörkuðu magni í viku 37.

Um er að ræða skort á heimsvísu vegna aukinnar eftirspurnar og eru sendingar af lyfinu því stopular. Gert er ráð fyrir að skorturinn vari út árið 2023.

Lyfjastofnun birti frétt þann 4. júlí sl. vegna skortsins en þar má finna frekari upplýsingar ásamt leiðbeiningum Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til heilbrigðisstarfsfólks.

Síðast uppfært: 1. júlí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat