02. Er notkun ívermektíns leyfð á Íslandi af mannúðarástæðum sem forvörn gegn eða meðferð við COVID-19?

Hér á landi eru bæði forvarnir gegn og sjúkdómsmeðferð við COVID-19 á forræði sóttvarnalæknis og smitsjúkdómasérfræðinga Landspítalans, og reynt eftir fremsta megni að samræma aðgerðir fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í heild. Umræddir aðilar föluðust ekki eftir heimild til þess að nota lyfið ívermektín utan samþykktra ábendinga lyfsins sem forvörn gegn eða meðferð við COVID-19 á meðan það var óskráð og notað í undanþágukerfinu.

Lyfið Ivermectin Medical Valley sem er í töfluformi og inniheldur 3 mg af ívermektín var veitt markaðsleyfi 17. ágúst síðastliðinn og var í kjölfarið markaðssett 1. október 2021. Læknum á Íslandi er heimilt að ávísa lyfjum utan ábendinga (sk. off label notkun) ef það er mat þeirra að það sé besta mögulega meðferð fyrir viðkomandi sjúkling. Þetta á við um lyf sem innihalda ívermektín jafnt og önnur lyf.

Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt gegn notkun ívermektíns til varnar eða meðferðar COVID-19 vegna þess að fyrirliggjandi gögn styðja ekki notkun lyfsins sem meðferð eða forvörn gegn sjúkdómnum. Í því samhengi ætti eingöngu að nota lyfið í vönduðum klínískum rannsóknum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Síðast uppfært: 6. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat