Tilkynntum aukaverkunum fjölgaði nokkuð milli mánaða

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru sjö talsins í maí, þar af ein alvarleg. Tilkynningum fjölgaði því nokkuð milli mánaða, en í apríl bárust einungis þrjár aukaverkanatilkynningar.

Aukaverk-mai-2020-manudir

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja skipta miklu máli og veita mikilvægar upplýsingar um öryggi og ávinning þeirra þegar þau eru komin í almenna notkun. Þá má minna á að Lyfjastofnun Evrópu hvatti sérstaklega til þess fyrir nokkru, að aukaverkanir lyfja sem gefin hafa verið við COVID-19 verði tilkynntar, sem og aukaverkanir af lyfjanotkun vegna annarra sjúkdóma meðan á kórónaveirusýkingunni stendur.

Tilkynna má rafrænt um aukaverkun lyfja í gegnum gátt á vef Lyfjastofnunar.

Aukaverk-mai-2020-tilkynnendur

Eins og sjá má tilkynntu notendur aukaverkanir lyfja nokkurn veginn til jafns við heilbrigðisstarfsfólk í maímánuði.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat