Yfirlitslisti um tilkynntan lyfjaskort

Fyrir nokkru var birtur listi á vef Lyfjastofnunar þar sem sjá má yfirlit tilkynninga frá markaðsleyfishöfum um fyrirsjáanlegan skort á lyfjum.

Listinn inniheldur einnig ráðleggingar Lyfjastofnunar til heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda hvað varðar aðra kosti í stöðunni. Þannig má finna upplýsingar um hvort samheitalyf eða aðrir styrkleikar séu fáanlegir og upplýsingar um óskráð lyf ef þau hafa verið útveguð.

Listinn inniheldur yfirlit innsendra tilkynninga þar sem hvert tilvik á við um tiltekna pakkningu og tiltekinn styrkleika, án þess þó að lyfið skorti eða hafi endilega skort með öllu. Í vissum tilvikum gæti verið að ekki hafi komið til skorts eða hann verið mjög skammur.

 

Skylt að tilkynna

 

Markaðsleyfishöfum lyfja ber samkvæmt reglugerðtilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort til Lyfjastofnunar og í sumum tilvikum til Lyfjastofnunar Evrópu. Tilkynningarnar skulu berast Lyfjastofnun að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en áætlað er að lyfið gæti skort, eða eins fljótt og auðið er ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Þessi tímarammi gefur Lyfjastofnun kost á að bregðast við skortinum með viðeigandi hætti í þeim tilfellum sem þess er þörf.

Yfirlitslisti

Í yfirlitslistanum má við fyrstu sýn sjá heiti lyfs, hvenær áætlað var að gæti komið til skorts, og hvenær áætlað er að honum ljúki. Einnig ráðleggingu Lyfjastofnunar eins og fyrr segir um hvað gæti komið í stað lyfsins sem tilkynnt er, verði vöntun á því. Ráðleggingin sést ekki nema að hluta þar til smellt hefur verið á röðina fyrir hvert tilvik, og þá sjást líka nánari upplýsingar um lyfið, lyfjaform, pakkningu, styrkleika o.s.frv.

Listinn er uppfærður vikulega.

Í sumum tilfellum eru birtar sérstakar fréttir um ákveðin lyf þegar talin er ástæða til að miðla frekari upplýsingum um skort á viðkomandi lyfi. 

Síðast uppfært: 21. nóvember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat