Apótekum hefur fjölgað um 15% á fimm árum

Lyfjaávísunum hefur fjölgað um 16% á sama tíma, árunum 2016-2020. 

Í lok árs árið 2020 voru 76 apótek starfandi hér á landi auk sjúkrahúsapóteks Landspítalans, samtals 77 apótek. Lyfja hf. og Lyf og heilsa hf. voru stærstu apótekskeðjurnar, Lyfja með 21 apótek og Lyf og heilsa með 27 apótek í rekstri. Tvær aðrar keðjur sem hvor um sig hafa 3 apótek í rekstri eru starfandi í landinu, annars vegar Lyfjaval ehf., hins vegar Lyfsalinn ehf.

Auk apótekanna eru 28 lyfjaútibú á landinu og eru þau öll starfrækt á landsbyggðinni. Alls eru 3 útibú í flokki eitt, 14 útibú í flokki tvö og 11 útibú í flokki þrjú. Langflest útibú eru starfandi á Norðurlandi eða 10 talsins, 7 þeirra á Norðurlandi eystra og 3 á Norðurlandi vestra. Nánari upplýsingar um mismunandi tegundir lyfjaútibúa og skilgreiningar á þeim má finna á vef Lyfjastofnunar.

Á landsbyggðinni eru reknar fjórar lyfsölur í tengslum við rekstur heilsugæsla til að tryggja lyfjadreifingu þar sem langt er í næstu lyfjabúð.

Apótekin

  2016  2017  2018  2019  2020 
Afgreiðslutími á viku   52,6  52,6  52,5  53,9  53,2 
Fjöldi lyfjafræðinga   1,4  1,6  1,5  1,5  1,6 
Fjöldi lyfjatækna   0,5  0,6  0,5  0,4  0,4 
Fjöldi annarra starfsmanna   2,2  2,3  2,3  2,4  2,1 
Taflan sýnir apótek af meðalstærð í árslok 2020.

Apótekum fjölgað um 15% á fimm árum

Gögn úr árlegri könnun Lyfjastofnunar um mönnun apóteka sýna að ekki er mikil breyting milli ára varðandi fjölda starfsfólks í apóteki. Apótekum hefur þó fjölgað nokkuð síðustu ár samanber tölur úr árskýrslum Lyfjastofnunar eða um 15% á tímabilinu 2016-2020.

ÁrFjöldi apóteka* Fjöldi landsmanna 1. janúar 
2016 67 332.529 
2017 68 338.349 
2018 72 348.450 
2019 76 356.991 
2020 77 364.134 
Taflan sýnir fjölda apóteka í samanburði við fjölda landsmanna ár hvert

Fjölgun apóteka hefur þó að lang stærstum hluta orðið á suðvesturhorni landsins þar sem íbúafjölgun hefur verið hvað mest undanfarin ár.

ÁrHeildarfj. ávísana Árleg fjölgun í % 
2016 3.483.334 
2017 3.669.362 5,3% 
2018 3.804.888 3,7% 
2019 3.908.671 2,7% 
2020 4.043.440 3,4% 
Taflan sýnir heildarfjölda lyfjaávísana á ári og árlega fjölgun í prósentum talið.

Heildarfjöldi ávísana hefur að sama skapi aukist stöðugt milli ára, þó aukningin hafi verið að jafnast út síðastliðin ár. Lyfjaávísunum hefur fjölgað um 16% á tímabilinu 2016-2020.

Munur milli landshluta

Þegar staðan milli landshluta er skoðuð sést að langstærstur hluti afgreiðslustaða er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ríflega 66% apóteka landsins eru staðsett. Næst kemur Norðurland með 8 apótek og 10 útibú. Austurland sker sig síðan úr í þessu samhengi með einungis tvö apótek, fimm útibú, og eina lyfsölu sem rekin er í tengslum við heilsugæslustöð. Til einföldunar voru sveitarfélögin Norðurland eystra og Norðurland vestra sameinuð í einn landshluta, Norðurland og hið sama var gert fyrir Vesturland og Vestfirði.

FjöldiHöfuðb.sv. Suður-nes Suður-land Austur-land  Norður-land Vestur-land og Vest- firðir 
Fjöldi apóteka 52 
Fjöldi útibúa 10 
Fjöldi lyfjasala í t. v. rekstur heilsu-gæslu-stöðva 
Heildar-fjöldi 52 8 12 8 18 10 
Taflan sýnir fjölda apóteka, útibúa og lyfsala heilsugæslustöðva eftir landssvæðum árið 2020.

Ef fjöldi afgreiðslustaða lyfja miðað við íbúafjölda er skoðaður sést að fjöldi íbúa á hvern afgreiðslustað er langhæstur í Reykjavík eða 4.549 íbúar á hvert apótek. Miðað er við mannfjöldatölur í lok síðasta árs frá Hagstofunni. Að sama skapi eru langfæstir íbúar á Austurlandi á bak við hvern afgreiðslustað enda einungis 2 apótek rekin í sveitarfélaginu en 5 útibú. Þar var fjöldinn 1.356 manns fyrir hvern afgreiðslustað.

*Apótek eru talin með eftirtöldum hætti: starfandi apótek skv. lyfsöluleyfi, ásamt apóteki Landspítalans.

Heimildir:

Niðurstöður árlegra kannanna um mönnun apóteka, framkvæmdar af Lyfjastofnun

Fólksfjöldatölur frá Hagstofu Íslands

Fjöldi lyfjaávísana frá Sjúkratryggingum Íslands

Síðast uppfært: 8. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat