BEMA úttekt á Lyfjastofnun

Lyfjastofnun var tekin út í reglulegri samanburðarúttekt lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu 4. – 6. júlí sl. (Benchmarking European Medicines Agencies, BEMA). Þetta hefur verið reglulegur viðburður á fjögurra ára fresti frá árinu 2005 og hefur Lyfjastofnun tekið þátt í öll skiptin. Starfsmenn lyfjastofnana meta þannig hver annan og í hvert skipti eru þrír í hverju matsteymi. Stofnanirnar eru teknar út á samræmdan hátt, sem er byggður á hugmyndafræði gæða- og árangursstjórnunar og tekur til allra þátta í starfsemi þeirra.  Markmið þeirra er að auka traust í samvinnu þeirra á grundvelli samræmdra viðmiða.

Úttektin tókst vel og hafði stofnunin bætt sig á flestum sviðum. Matsmenn skilja einnig eftir nokkur tækifæri til úrbóta, þar sem stofnunin þarf að vinna úrbótaáætlun og skila til BEMA skrifstofunnar ári eftir úttekt.  

Matsmennirnir sem tóku Lyfjastofnun út í júlí 2017. Frá vinstri: Hrvoje Tumir frá Króatíu, Carole Peter-Decarsin frá Frakklandi sem leiddi úttektina og Brigitte Mauel-Walbröl frá Þýskalandi. Lengst til hægri stendur Santiago Velez Castillo frá Spáni sem fylgdist með framkvæmdinni sem er liður í þjálfun hans til að verða BEMA matsmaður.

Síðast uppfært: 13. júlí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat