Breyting verður á framsetningu lyfjaverðskrár

Frá næstu áramótum verður lyfjaverðskrá fyrst og fremst aðgengileg í vefþjónustu. Útgáfu textaskrár verður hætt

Um nokkurra ára skeið hefur lyfjaverðskrá verið sett fram með þrennum hætti; sem Excel-skjal, sem textaskrá og einnig í vefþjónustu (API).

Frá næstu áramótum verður sú breyting að textastreng verður ekki viðhaldið og útgáfu textaskrár því hætt. Verðskráin er og verður aðgengileg í vefþjónustu og einnig birt áfram sem Excel-skjal á vef Lyfjastofnunar.

Umrædd breyting tengist fyrst og fremst tækniþróun. Segja má að textaskrá sé vefþjónusta af eldri gerð og því var sú ákvörðun tekin að einfalda umsýslu lyfjaverðskrárinnar og draga þannig úr vinnu og kostnaði.

Breytingin tekur gildi með útgáfu lyfjaverðskrár þann 1. janúar 2023.

Fyrirspurnir varðandi ofangreint óskast sendar á [email protected]

Síðast uppfært: 4. nóvember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat