Vakin er athygli á breytingum á ATC-flokkunarkerfi lyfja fyrir menn/dýr sem tóku gildi 1. janúar sl. Upplýsingarnar eru birtar á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fyrir mannalyf og dýralyf.
ATC-flokkunarkerfi á vef Lyfjastofnunar hefur verið uppfært í samræmi við breytingarnar.
Markaðsleyfishafar skulu sækja um breytingar á SmPC þar sem það á við.
Ósamræmi gæti orðið milli ATC-listans og SmPC viðkomandi lyfja þar til markaðsleyfishafi hefur sent Lyfjastofnun umsókn um slíka um breytingu og hún afgreidd.