Lyfjastofnun vekur athygli á breytingum ákvæða í reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Breytingarnar varða m.a. inn- og útflutningsleyfi fyrir ávana- og fíknilyf.
Til viðbótar við þau efni þar sem fyrir var krafa um inn- og útflutningsleyfi, bætast við efni sem merkt eru X í dálki B í fylgiskjali I með reglugerðinni. Fyrir þau þarf nú einnig inn- og útflutningsleyfi. Einnig féllu á brott ýmsar undanþágur frá inn- og útflutningsleyfum sem tilteknar voru í fylgiskjölum I og II í reglugerðinni.