COVID-19: Rýmri geymsluskilyrði bóluefnis BioNTech/Pfizer eftir þíðingu

Nú má geyma bóluefnið í allt að einn mánuð í kæli eftir þíðingu. Þessi breyting kemur til með að auðvelda geymslu og meðhöndlun bóluefnisins verulega.

Geymsluskilyrði bóluefnis BioNTech/Pfizer (Comirnaty) gegn COVID-19 hafa verið útvíkkuð á þann veg að nú má geyma óopnuð bóluefnaglös í allt að einn mánuð í hefðbundnum kæli (2-8°C) eftir þíðingu. Áður mátti einungis geyma þau í 5 daga í kæli. Breytingin byggir á gögnum úr nýrri rannsókn sem markaðsleyfishafi lyfsins sendi til Lyfjastofnunar Evrópu (EMA).

Lyfjatextar (SmPC og fylgiseðill) hafa nú verið uppfærðir með þessum nýju geymsluskilyrðum.

Nánar í frétt á vef EMA

Síðast uppfært: 18. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat