Fjallað um eftirfylgni aukaverkanatilkynninga á málþingi um lyf án skaða

Skráning á málþingið stendur til 21. október

Málþing um lyf án skaða fer fram 27. október nk.

Á málþinginu verður fjallað um mikilvægi þverfaglegs samstarfs til að draga úr lyfjatengdum skaða. Fjölmörg erindi verða flutt og munu m.a. Guðrún Stefánsdóttir teymisstjóri hjá Lyfjastofnun og Guðrún Selma Steinarsdóttir, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun flytja erindið:
Eftirfylgni aukaverkanatilkynninga – Lærdómur af fjöldabólusetningu gegn COVID-19.

Málþingið fer fram fimmtudaginn 27. október nk. kl. 11.30-16.00 í húsnæði Læknafélags Íslands, Hlíðarsmára 8, Kópavogi og skráningu á það lýkur 21. október nk.

Að málþinginu standa Landspítali, Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands (LÍ), Lyfjafræðingafélagi Íslands (LFÍ), Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Lyfjastofnun.

Markmið verkefnisins um lyf án skaða eru bætt tilfærsla lyfjameðferðar, að bæta lyfjaöryggi í fjöllyfjameðferð og örugg notkun áhættusamra lyfja.

Nánar um málþingið.

Síðast uppfært: 18. október 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat