Frá og
með 1. maí næstkomandi verður Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunar
staðgengill forstjóra. Hann tekur þar við af Jóhanni M. Lenharðssyni sem lætur
af störfum á morgun.
Kolbeinn er barnalæknir. Hann
lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1989, stundaði framhaldsnám í
barnalækningum við University of Connecticut 1992-1995 og síðan í innkirtlasjúkdómum barna við Boston
Children´s Hospital á árunum 1995-1999. Frá 1999 til 2004 var hann yfirlæknir á
barnadeild Rikshospitalet i Oslo og frá 2004-2008 umsjónarmaður klínískra
rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Kolbeinn
hóf störf hjá Lyfjastofnun haustið 2008 og hefur verið fulltrúi stofnunarinnar
í vísindaráðgjafarhópi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) frá 2010. Þetta er 36 manna
hópur sem kemur saman mánaðarlega og metur
umsóknir frá einstaklingum, fyrirtækjum og háskólum um ráðgjöf við þróun nýrra
lyfja eða meðferða. Kolbeinn var kosinn annar af tveimur varaformönnum hópsins
í maí 2016. Hann er einnig aðalfulltrúi Íslands í CHMP hjá EMA en sú nefnd
ákvarðar meðal annars hvaða lyf koma á markað á evrópska markaðssvæðinu.
Kolbeinn
hefur verið yfirlæknir Lyfjastofnunar frá árinu 2010.
l