Lyfjastofnun á Læknadögum

Þriðja árið í röð tekur Lyfjastofnun þátt í Læknadögum sem fram fara  í Hörpu um þessar mundir.

Sýningarsvæðið sem er opið á meðan á Læknadögum stendur er aðgengilegt heilbrigðisstarfsfólki. Þar gefst tækifæri til að ræða við starfsmenn Lyfjastofnunar.

Í ár vekur Lyfjastofnun athygli lækna á þremur viðfangsefnum. Þau eru :

 

  1. Undanþágulyfseðlar og afgreiðsla þeirra hjá Lyfjastofnun. Fulltrúar Lyfjastofnunar útskýra hvernig ferlið fer fram og hvernig hægt er að leita upplýsinga.

  2. Aukaverkanatilkynningar. Markmiðið er að auka vitund lækna á mikilvægi slíkra tilkynninga og hvernig hægt er að tilkynna aukaverkun.

  3. Birting öryggis- og fræðsluefnis í sérlyfjaskrá er hafin. Efnið er nú aðgengilegt heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum á sérlyfjaskrár-vefnum. Stutt er síðan stofnunin hóf að birta efnið með þessum hætti og því er óvíst  að allir læknar hafi heyrt af henni.

Í ár taka lyfjafræðingar Landspítalans þátt í að manna bás Lyfjastofnunar á Læknadögum sem hluti af samstarfi stofnananna. Miðstöð lyfjaupplýsinga á Landspítalanum er læknum spítalans innan handar við ýmis málefni, til dæmis tilkynningar aukaverkana.

Lyfjastofnun hvetur áhugasama lækna til að staldra við á bás stofnunarinnar á Læknadögum og leita upplýsinga hjá starfsmönnum. 

Laeknadagar-Magga-og-Inga

Síðast uppfært: 17. janúar 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat