Þann 24. júlí síðastliðinn veitti Lyfjastofnun Landspítalanum leyfi til framleiðslu á geislavirku lyfi sem nauðsynlegt er í myndgreiningaraðferðinni sem notkun jáeindaskanna byggir á. Lyfið þarf að framleiða á spítalanum þar sem það er skammlíft og því ekki hægt að flytja um langan veg. Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar samkvæmt lyfjalögum, er að tryggja að kröfur sem gerðar eru til slíkrar framleiðslu séu uppfylltar. Leyfi til framleiðslu lyfja hafa þeir einir sem hlotið hafa leyfi Lyfjastofnunar.
Nú hefur þetta leyfi verið veitt að lokinni úttekt, og endurbótum sem ráðast þurfti í að henni
lokinni.