Lyfjastofnun stígur fyrsta græna skrefið

Starfsmenn stefna einhuga á næstu skref

Í dag hlaut Lyfjastofnun viðurkenningu Umhverfisstofnunar fyrir fyrsta græna skrefið af fimm. Stjórnvöld leggja áherslu á að allar stofnandir ríkisins innleiði Græn skref í ríkisrekstri fyrir árslok 2021, eins og fram kemur í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og Lyfjastofnun lætur ekki sitt eftir liggja.

„Við höfum unnið markvisst af því að taka grænu skrefin frá því í lok síðasta árs en þá var umhverfisnefnd Lyfjastofnunar sett á laggirnar“, segir Helena W Óladóttir, sem leiðir starf nefndarinnar. „Við hófum árið með endurskoðun umhverfis- og loftslagsstefnu Lyfjastofnunar og með henni fylgir markviss aðgerðaáætlun þar sem lagðar eru línur fyrir hvert skref.“

En árangur í umhverfismálum næst ekki nema með samstilltu átaki og góðum hópi starfsfólks. „Við erum svo heppin að starfsfólk Lyfjastofnunar hefur tekið vel í þær breytingar sem við höfum gert, sinnir flokkun af miklum móð og er áhugasamt um að leggja sitt af mörkum til að markmið ársins náist.“

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat