Lyfjaverðskrá endurútgefin

Áður útgefin verðskrá fyrir nóvember tekur ekki gildi

Lyfjaverðskrá nóvembermánaðar hefur nú verið endurútgefin og er aðgengileg bæði í vefþjónustu og á vefsíðunni. Verðskráin tekur gildi 1. nóvember.

Í áður útgefinni skrá fyrir nóvember komí ljós kom að allnokkur fjöldi leyfisskyldra lyfja tók verðbreytingum en umræddar verðbreytingar eiga ekki að taka gildi fyrr en 1. desember nk. Auk þess hefur verði nokkurra almennra lyfja í áður útgefinni skrá verið breytt að teknu tilliti til andmæla vegna verðendurskoðunar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Síðast uppfært: 29. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat