Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja

Lyfjastofnun og Lyfjaauðkenni ehf. standa fyrir málþingi um lyfjaauðkenniskerfið og reglur sem til stendur að setja um sk. öryggisþætti lyfja. Á fundinum fjallar Sindri Kristjánsson lögfræðingur hjá Lyfjastofnun um skyldur og ábyrgð ólíkra aðila í dreifingarkeðju lyfja og hlutverk Lyfjastofnunar þegar kemur að lyfjaauðkenniskerfinu. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lyfjaauðkennis ehf. gerir grein fyrir lyfjaauðkenniskerfinu og virkni þess. Loks munu þau Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir, tölvunarfræðingur hjá Landspítala og Magnús Steinþórsson hjá Lyfjaveri segja frá fyrirkomulagi og reynslu sinni af tengingu við lyfjaauðkenniskerfið.

Hverjir ættu að mæta á málþingið?
Málþingið er sérstaklega ætlað þeim sem munu fá stöðu sk. enda-notenda innan lyfjaauðkenniskerfisins, þ.e. lyfjaheildsölum, apótekum, og heilbrigðisþjónustustofnunum. Reglur um öryggisþætti lyfja taka gildi 9. febrúar 2019 og því styttist óðfluga undirbúningstími þeirra sem þurfa að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu.

Málþingið fer fram á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, föstudaginn 26. október nk., kl. 8:30 - 10:00. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Málþingið er öllum opið en skráning er nauðsynleg. Skráning fer fram á vef Lyfjaauðkennis.

 Vakin er athygli á að fyrir fundinn verða ítarlegar upplýsingar um lyfjaauðkenniskerfið og þær reglur sem til stendur að setja birtar á vef stofnunarinnar. Þá verður það efni sem Lyfjastofnun kynnir á málþinginu einnig gert aðgengilegt hér á vef stofnunarinnar að fundi loknum.

Síðast uppfært: 19. október 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat