Marsfundur PRAC, lyfjaöryggisnefndar Lyfjastofnunar Evrópu

Fyrirliggjandi gögn sýna ekki með óyggjandi hætti að orsakasamband sé milli mRNA bóluefna og blæðinga eftir tíðahvörf

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 4.-7. mars sl.

Meðal þess sem fjallað var um á fundi nefndarinnar í mars, voru nýlegar upplýsingar um hugsanleg tengsl mRNA bóluefna við blæðingar eftir tíðahvörf. Bóluefnin sem um ræðir eru Comirnaty (BioNTech/Pfizer) og Spikevax (Moderna).

Gögn metin

Lyfjaöryggisnefndin fór yfir öll fáanleg gögn um hugsanleg tengsl mRNA bóluefna við blæðingar eftir tíðahvörf, þar á meðal fræðigreinar, og tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir sem bárust eftir að bóluefnin voru tekin í notkun.

Niðurstaða PRAC

Að vandlega athuguðu máli komst lyfjaöryggisnefndin að þeirri niðurstöðu að gögnin sem fyrir liggja, sýni ekki með óyggjandi hætti að orsakasamband sé milli notkunar mRNA bóluefnanna og blæðinga eftir tíðahvörf.

PRAC mun áfram fylgjast grannt með öllum upplýsingum sem varða þetta mál í gegnum hefðbundna lyfjaöryggisferla EMA.

Síðast uppfært: 8. apríl 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat