Ný gjaldskrá Lyfjastofnunar hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tók hún gildi 1. janúar sl.
Hækkun kostnaðar vegna lyfja fyrir menn er að meðaltali 10,60%, hækkun vegna lækningatækja er að meðaltali 10,61%.
Þessar hækkanir eru í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga.
Aðrar breytingar í nýrri gjaldskrá eru að hámark á gjöldum vegna undanþágulyfja var fellt niður, og búinn hefur verið til sérstakur gjaldaliður fyrir 0 daga ferla; gjaldið sjálft breytist ekki fyrir utan að fylgja almennri gjaldskrárhækkun.
Frekari breytingar á gjaldskrá verða ekki að sinni, en verið er að fara yfir hugmyndir um breytt fyrirkomulag varðandi afslætti fyrir ýmsa liði. Ný gjaldskrá verður gefin út þegar niðurstaða liggur fyrir.