Ný gjaldskrá Lyfjastofnunar

Gjaldskráin sem um ræðir er fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld vegna lyfja og lækningatækja, og innheimt eru af Lyfjastofnun. Meðaltalshækkun í gjaldskránni er 10,6%

Ný gjaldskrá Lyfjastofnunar hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tók hún gildi 1. janúar sl.

Hækkun kostnaðar vegna lyfja fyrir menn er að meðaltali 10,60%, hækkun vegna lækningatækja er að meðaltali 10,61%.

Þessar hækkanir eru í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga.

Aðrar breytingar í nýrri gjaldskrá eru að hámark á gjöldum vegna undanþágulyfja var fellt niður, og búinn hefur verið til sérstakur gjaldaliður fyrir 0 daga ferla; gjaldið sjálft breytist ekki fyrir utan að fylgja almennri gjaldskrárhækkun.

Frekari breytingar á gjaldskrá verða ekki að sinni, en verið er að fara yfir hugmyndir um breytt fyrirkomulag varðandi afslætti fyrir ýmsa liði. Ný gjaldskrá verður gefin út þegar niðurstaða liggur fyrir.

Síðast uppfært: 10. janúar 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat