Vakin er athygli á að þann 29. apríl sl. var gefin út ný gjaldskrá vegna eftirlits Lyfjastofnunar með lækningatækjum. Gjaldskráin byggir á lögum um lækningatæki nr. 132/2020.
Meðal gjalda sem innheimt eru vegna lækningatækja má nefna útgáfu vottorða, skráningu dreifingaraðila og klínískar rannsóknir, auk gjalda fyrir eftirlit af ýmsu tagi.