Bisbetol. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg eða 10 mg af bísóprólól fúmarati. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi og við langvarandi stöðugri hjartaöng. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Bisbetol Plus. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg bísóprólól fúmarat og 12,5 mg hýdróklórtíazíð eða 10 mg bísóprólól fúmarat og 25 mg hýdróklórtíazíð. Lyfið er ætlað sjúklingum með háþrýsting sem ekki hefur náðst hæfileg stjórn á með bísóprólól fúmarati eða hýdróklórtíazíði einu sér. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Lipistad. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg af atorvastatíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við kólesterólhækkun og fyrirbyggjandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Sileo. Munnholshlaup handa hundum. 1 ml inniheldur 0,1 mg dexmedetómidín. Lyfið er ætlað til að draga úr bráðakvíða og ótta hjá hundum í tengslum við hávaða. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Spectracillin. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 500 mg af amoxicillíni og 125 mg af klavúlansýru eða 875 mg af amoxicillíni og 125 mg af klavúlansýru. Lyfið er ætlað til meðferðar við bakteríusýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Suvaxyn Circo+MH RTU. Stungulyf, fleyti handa svínum. Lyfið inniheldur óvirkjaða, raðbrigða blendings svínaveiru af tegund 1, sem tjáir ORF2 prótein úr blendings svínaveiru af tegund 2 og óvirkjaða Mycoplasma hyopneumoniae. Lyfið er ætlað til virkrar ónæmingar á svínum gegn svína circoveirum af tegund 2 og Mycoplasma hyopneumoniae. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Virofob. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 245 mg af tenófóvír tvísóproxíl. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við HIV-1 sýkingu og við sýkingu af lifrarbólgu B. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.
ZINBRYTA. Stungulyf, lausn, í áfylltum lyfjapenna. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 150 mg af daklízúmabi. Lyfið er ætlað fullorðnum sjúklingum til meðferðar á MS-sjúkdómi með bakslögum (RMS). Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.