Ný lyf á markað

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað í júlí.

Ný lyf á markað 1.júlí 2021

Ný lyf fyrir menn

Dolorin Junior, mixtúra, lausn. Hver ml af mixtúru, lausn inniheldur 24 mg af virka efninu paracetamóli. Lyfið er ætlað til meðferðar við vægum til miðlungs miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu) og vægum til miðlungs miklum höfuðverk. Dolorin Junior er einnig ætlað til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur og við einkennum kvefs og flensulíkum einkennum. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lausasölulyf.

Diclofenac Teva, hlaup. 1 g af hlaupi inniheldur díklófenak sem 23,2 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Fyrir fullorðna og unglinga 14 ára og eldri er lyfið ætlað til staðbundinnar einkennameðferðar á verkjum vegna skyndilegrar áreynslu, tognunar eða mars í kjölfar lítils áverka. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar. Lyfið er blendingslyf og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Voltaren hlaupi. Lyfið er lausasölulyf.

Febuxostat Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 80 mg af febúxóstati. Lyfið er ætlað til meðferðar við langvinnum þvagsýrudreyra þegar úratútfellingar hafa átt sér stað (þ.m.t. þegar saga liggur fyrir um eða til staðar er þvagsýrugigtarhnútur og/eða þvagsýrugigt). Lyfið er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Adenuric 80 mg. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Octagam 10%, innrennslislyf, lausn. Einn ml inniheldur venjulegt immunóglóbúlín úr mönnum (IVIg) 100 mg/ml. Hreinleiki er að minnsta kosti 95% IgG. Lyfið er ætlað sem uppbótarmeðferð hjá fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) við ýmsum sjúkdómum. Einnig er lyfið ætlað til ónæmisstýringar hjá fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) við ýmsum sjúkdómum. Lyfið er frumlyf, er lyfseðilsskylt og er sjúkrahúslyf.

Síðast uppfært: 23. júlí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat