Ný lyf á markað í október 2022

Samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2022

Ný lyf á markað í október

Lyf fyrir menn 

Hydroxyzine Medical Valley filmuhúðaðar töflur. Lyfið er fáanlegt í tveimur styrkleikum; 10 mg og 25 mg. Hver tafla inniheldur 10 mg eða 25 mg af hýdroxýnhýdróklóríði. Hydroxyzine er ætlað sem stuðningsmeðferð við kvíða og óróa hjá fullorðnum, unglingum og börnum fimm ára og eldri. Lyfið er samheitalyf Atarax og er lyfseðilsskylt.

Lacosamide Krka filmuhúðaðar töflur. Lyfið er fáanlegt í fjórum styrkleikum; 50 mg, 100 mg, 150 mg og 200 mg og inniheldur hver tafla samsvarandi magn af lacosamidi. Lacosamide Krka er ætlað sem einlyfjameðferð við meðhöndlun á hlutaflogum með eða án alfloga hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá fjögurra ára aldri með flogaveiki. Lyfið er samheitalyf Vimpat og er lyfseðilsskylt.

Melatonin Teva forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 2 mg af melatóníni. Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð til skamms tíma við frumkomnu svefnleysi sem einkennist af litlum svefngæðum hjá sjúklingum 55 ára og eldri. Melatonin Teva er samheitalyf Circadin og er lyfseðilsskylt.

Nicorette QuickMist (Lyfjaver) munnholsúði. Einn úði gefur 1 mg af nikótíni í 0,07 ml af lausn. Lyfið er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn hjá fullorðnum með því að draga úr fráhvarfseinkennum vegna nikótíns. Nicorette QuickMist (Lyfjaver) er lausasölulyf.

Sitagliptin Krka filmuhúðaðar töflur. Lyfið er fáanlegt í þremur styrkleikum; 25 mg, 50 mg og 100 mg og inniheldur hver tafla samsvarandi magn af sitagliptíni. Sitagliptin Krka er ætlað til að bæta stjórnun á blóðsykri hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki tvö, annað hvort sem einlyfjameðferð, sem hluti af samsettri meðferð með öðrum lyfjum eða sem viðbótarmeðferð með insúlíni. Sitagliptin Krka er samheitalyf Januvia og er lyfseðilsskylt.

Sitagliptin Zentiva filmuhúðaðar töflur. Lyfið er fáanlegt í þremur styrkleikum; 25 mg, 50 mg og 100 mg og inniheldur hver filmuhúðuð tafla sitagliptínhýdróklóríðeinhýdrat sem jafngildir 25 mg, 50 mg eða 100mg af sitagliptíni. Lyfið er ætlað til að bæta stjórnun á blóðsykri hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem einlyfjameðferð, hluti af tveggja eða þriggja lyfja meðferð eða sem viðbótarmeðferð með insúlíni. Sitagliptin Zentiva er samheitalyf Januvia og er lyfseðilsskylt.

Spikevax bivalent Original/Omicron BA.1 stungulyf/ördreifa. Einn 0,5 ml skammtur inniheldur 25 míkrógrömm af elasomeran og 25 míkrógrömm af imelasomeran, COVID-19 bóluefni og er hann gefinn með stungu í vöðva. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar gegn COVID-19 af völdum SARS-Cov-2 veirunnar hjá einstaklngum 12 ára og eldri sem hafa a.m.k. fengið grunnbólusetningu gegn COVID-19. Spikevax bivalent Original/Omicron BA.1 er lyfseðilsskylt.

Comirnaty Original/Omicron BA.1 stungulyf/ördreifa. Einn 0,3 ml skammtur inniheldur 15 míkrógrömm af tozinameran og 15 míkrógrömm af riltozinameran, COVID-19 bóluefni og er hann gefinn með stungu í vöðva. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar gegn COVID-19 af völdum SARS-Cov-2 hjá einstaklingum 12 ára og eldri sem áður hafa fengið að minnsta kosti grunnbólusetningu gegn COVID-19. Comirnaty Original/Omicron BA.1 er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 14. október 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat