Nýjar gjaldskrár Lyfjastofnunar

Gjaldskrárnar sem um ræðir eru annars vegar vegna lyfja, hins vegar lækningatækja. Árgjöld lyfja hækka ekki frá síðasta ári, en að öðru leyti er meðaltalshækkun liða gjaldskránna 8,7% milli ára

Nýjar gjaldskrár Lyfjastofnunar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og tóku þær gildi 1. janúar sl. Um er að ræða gjaldskrá fyrir markaðsleyfi, árgjöld og önnur gjöld vegna lyfja, sem Lyfjastofnun innheimtir, og gjaldskrá vegna eftirlits Lyfjastofnunar með lækningatækjum.

Árgjöld lyfja hækka ekki frá síðasta ári, en að öðru leyti er meðaltalshækkun liða gjaldskránna 8,7% milli ára.

Heilbrigðisráðherra ákvarðar hækkun gjaldskránna eins og fram kemur í Stjórnartíðindum, og eru hækkanirnar í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga.

Breytingar á afsláttarreglum verða tilkynntar á næstunni.

Síðast uppfært: 16. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat