Nýjar slóðir fyrir vefþjónustur lyfjaverðskrár

Ekki er um breytingar á vefþjónustunum sjálfum að ræða, einungis hýsingaraðili er breyttur

Ný lyfjalög sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2020, fólu m.a. í sér að hluti verkefna Lyfjagreiðslunefndar færðust yfir til Lyfjastofnunar. Frá þeim tíma hefur stofnunin unnið að því að færa kerfi og þjónustur sem áður tilheyrðu nefndinni til hýsingaraðila Lyfjastofnunar. Nú er komið að vefþjónustum lyfjaverðskrár. Tilfærslan hefur í raun þegar átt sér stað og vísa gömlu slóðirnar á nýju hýsingaraðilana með áframsendingu í nafnaþjóni. Hins vegar er æskilegt að aðilar sem nýta sér þessar þjónustur uppfæri slóðirnar í tölvukerfum sínum í nánustu framtíð.

Breytingarnar sjást í meðfylgjandi töflu.

VefþjónustaVefslóð
Raunumhverfi SOAP (úrelt)https://ws.lgn.is/soap/LGNws.svc
Raunumhverfi SOAP (ný)https://ws.lyfjastofnun.is/soap/LGNws.svc
Prófunarumhverfi SOAP (úrelt)https://wslgn.dev.programm.is/soap/LGNws.svc (óvirk)
Prófunarumhverfi SOAP (ný)https://testws.lyfjastofnun.is/soap/LGNws.svc
Raumumhverfi REST (úrelt)https://ws.lgn.is/Rest/swagger/ui/index
Raumumhverfi REST (ný)https://ws.lyfjastofnun.is/rest/swagger/ui/index
Prófunarumhverfi REST (úrelt)https://wslgn.dev.programm.is/rest/swagger (óvirk)
Prófunarumhverfi REST (ný)https://testws.lyfjastofnun.is/Rest/swagger/ui/index

Rétt er að taka fram að ekki er um neinar breytingar á vefþjónustunum sjálfum að ræða, einungis hýsingaraðili er breyttur.

Síðast uppfært: 14. apríl 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat