Samstarfsnefnd lyfjastofnana í Evrópu (CMDh) fundaði 26.-27. janúar sl. Meðal umræðuefna var nítrosamínmengun í lyfjum (m.a. rifampisínlyfjum) og mál tengd útgöngu Breta úr Evrópusamanbandinu. Nánar í fréttatilkynningu CMDh.
CMDh hefur einnig birt lista með samantekt tölulegra upplýsinga um fjölda MRP/DCP umsókna, breytingabeiðna, málskota og samstarfsferla um lyf fyrir börn á árinu 2020. Þar geta glöggir lesendur séð að Lyfjastofnun var í 9. sæti yfir þær lyfjastofnanir sem oftast voru umsjónarlönd ferla með gagnkvæmri viðurkenningu (RMS í DC/MR ferlum) og því óhætt að segja að stofnunin láti til sín taka á alþjóðavettvangi.