Nýr forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu tilnefndur

Framkvæmdastjórn Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) hefur tilnefnt Emer Cooke sem nýjan forstjóra stofnunarinnar. Hún var valin á fjarfundi þann 25. júní sl. eftir að framkvæmdastjórnin hafði rætt við þá sem til álita komu.

Emer Cooke er írsk, með lyfjafræðipróf frá Trinity háskóla í Dublin, og meistaragráðu að auki í vísinda- og viðskiptastjórnun, einnig frá Trinity háskóla. Hún hefur frá árinu 2016 starfað sem framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðistofnuninni (WHO) í Genf. Í því starfi hefur hún leitt vinnu á heimsvísu sem lýtur að reglum á sviði heilbrigðistækni, en hún hefur víðtæka þekkingu á því sviði í alþjóðlegu samhengi eftir áratuga starf, m.a. hjá EMA og framkvæmdastjórn ESB.

Emer Cooke mun koma fyrir umhverfis-, heilbrigðis- og matvælanefnd Evrópuþingsins þann 13. júlí nk., og í framhaldi af því tekur hún formlega við starfi forstjóra EMA.

Frétt EMA um tilnefningu nýs forstjóra

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat