Nýr þáttur í Hlaðvarpi Lyfjastofnunar

Fjallað er um líftæknilyf og líftæknilyfshliðstæður

Rætt er við Pál Þór Ingvarsson lektor og Sveinbjörn Gizurarson prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Páll Þór fjallar um líftæknilyf, Sveinbjörn um líftæknilyfshliðstæður.

Töluverður munur er á líftæknilyfjum og eldri hefðbundnum lyfjum. Þau síðarnefndu eru efnasmíðuð sem kallað er, líftæknilyfin framleidd með aðstoð lífvera. Líftæknilyfshliðstæður eru síðan nokkurs konar samheitalyf líftæknilyfja.

Umsjón með þættinum hefur Hanna G. Sigurðardóttir.

Síðast uppfært: 9. nóvember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat