Nýtt frá CHMP – apríl

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) kom saman dagana 23.-26. apríl sl. Mælt var með að þrettán lyfjum yrði veitt markaðleyfi, þar á meðal lyfi til meðhöndlunar ópíóíðafíkn, og tveimur lyfjum við sjaldgæfum sjúkdómum.

Sixmo

Lyfið sem ætlað er til meðhöndlunar ópíóíðafíkn og mælt var með að fengi markaðsleyfi, nefnist Sixmo. Lyfjaformið er nýmæli á þessu sviði, hér er um að ræða ígræði fjögurra lítilla sprota sem seyta virka efninu, buprenorphine, út í líkamann í sex mánuði. Þessi leið dregur úr líkum á misnotkun eða ofskömmtun vegna slysni, og niðurstöður rannsókna sýna að meðferð bar árangur í 96,4% tilvika þeirra sem fengu Sixmo, samanborðið við 87,6% þeirra sem fengu buprenorphine sem tungurótartöflu.

Tvö lyf til að meðhöndla sjaldgæfa sjúkdóma

Sérfræðinganefndin mælti með því að tvö lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjaldgæfa sjúkdóma fengju markaðsleyfi. Annars vegar Esperoct til að meðhöndla og koma í veg fyrir blæðingu hjá sjúklingum með dreyrasýki, 12 ára og eldri. Hins vegar Ultomiris ætlað fullorðnum sjúklingum með sjaldgæfan og lífshættulegan blóðsjúkdóm, Paroxysmal nocturnal haemoglobinuria.


Frétt EMA um fund CHMP í apríl

Dagskrá CHMP fundar í apríl

Síðast uppfært: 30. apríl 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat