Nýtt frá CHMP – maí

Sérfræðinganefnd
Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) kom saman dagana 27.-29. maí sl.
Mælt var með að fjórum lyfjum yrði veitt markaðsleyfi en tvö lyf fengu neikvæða
umsögn. Umsókn um lyfið Radicava, sem ætlað er til meðhöndlunar á MND
sjúkdómnum, var dregin til baka.

Lyfin fjögur sem mælt var
með að fengju markaðsleyfi eru Cufence
til að meðhöndla Wilsons-sjúkdóm, LysaKare
sem ætlað er að vernda nýru við geislameðferð, og Posaconazole Accord og Posaconazole
AHCL
sem eru samheitalyf til að meðhöndla og koma í veg fyrir
sveppasýkingu.

Sérfræðinganefndin
skilaði hins vegar neikvæðri umsögn um lyfið Xyndari sem ætlað er til meðhöndlunar sigðkornablóðleysi. Neikvæða
umsögn fékk einnig krabbameinslyfið Doxolipad.

Umsókn um lyfið Radicava, til meðhöndlunar á MND, var
dregin til baka þar sem CHMP taldi ekki ljóst af fyrirliggjandi
rannsóknargögnum að lyfið skilaði þeim árangri sem ætlast var til.

Frétt EMA um CHMP fund í maí

Dagskrá CHMP fundar í maí

Fá fréttir okkar sendar í tölvupósti

Síðast uppfært: 3. júní 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat