Nýtt frá PRAC – október 2017

MS lyfið Zinbryta

Sérfræðinefnd EMA mælir með því að áfram verði notkun MS lyfsins Zinbryta takmörkuð. Ástæðan er rannsóknir sem leiddu í ljós áhrif sem lyfið getur haft á lifrina á þann hátt að veikja ónæmiskerfið  óvænt og valda með því lifrarskaða. Hugsanlega svo alvarlegum að orsaki dauða. Þessi áhrif geti varað allt að sex mánuðum eftir að hætt er að nota Zinbryta.

Rannsakar hydroxyetýl-sterkju

PRAC hefur hafið rannsókn á lyfjum sem innihalda hydroxyetýl-sterkju (HES). Lyf af þessu tagi eru notuð til að koma í veg fyrir lost í kjölfar mikillar blæðingar, þegar meðferð með svokölluðum kristallóíðum er ekki talin fullnægjandi. Ákvörðun um rannsóknina var tekin þar sem borið hefur á því að HES-lyf hafi verið notuð í tilvikum þar sem slíkt er óheimilt. T.d. hjá sjúklingum með blóðeitrun (e. sepsis) og nýrnasjúkdóma.  Notkun lyfsins var takmörkuð árið 2013 til að koma í veg fyrir nýrnaskaða og dauðsföll. Sérfræðinefndin hvetur alla sem hlut eiga að máli að veita upplýsingar sem nýst gætu; heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga, samtök og almenning.

Flupirtín-lyf rannsökuð

Flupirtín-lyf eru notuð til að meðhöndla mikla verki hjá þeim sjúklingum sem ekki geta t.a.m. notað ópíóíða. Notkun flupirtín-lyfja var takmörkuð eftir athugun EMA sem leiddi í ljós að þau gátu skaðað lifrarstarfsemi með alvarlegum hætti. Því hefur PRAC hafið athugun á ávinningi og áhættu af notkun lyfjanna enda hafa upplýsingar borist um að þau séu ekki alltaf notuð í samræmi við áðurnefndar takmarkanir.

Frétt EMA af fundi PRAC 23.-26. október  

Síðast uppfært: 1. nóvember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat