Í dag tekur gildi nýtt skipurit Lyfjastofnunar. Helstu breytingarnar fela í sér sameiningu tveggja stoðsviða í eitt. Sameinað stoðsvið heitir Fjármál og innviðir og undir það heyra stjórnsýsla og lögfræði, fjármál, upplýsingatækni, þjónustuver, gæða- og öryggismál og skjalastjórnun. Sviðsstjóri sameinaðs sviðs er Guðrún Helga Hamar. Guðrún Helga mun einnig gegna stöðu staðgengils forstjóra.
Nýtt skipurit Lyfjastofnunar
Eitt stoðsvið í stað tveggja
Síðast uppfært: 3. maí 2024