Opinn fundur Lyfjastofnunar Evrópu með hagsmunaaðilum

Meðal annars verður rætt um bóluefni gegn COVID-19 og önnur meðferðarúrræði

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) mun standa fyrir opnum fundi með hagsmunaaðilum fimmtudaginn 25. nóvember nk., kl. 12:00-14:15 að íslenskum tíma. Fundinum verður streymt á netinu. Þátttaka er opin öllum og ekki er þörf á skráningu.

Á dagskrá fundarins er meðal annars umræða um bóluefni gegn COVID-19 og meðferðarúrræði á Evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal virkni bóluefna og notkun örvunarskammta. Þá verður fjallað um rangar upplýsingar (e. misinformation) um bóluefnin. Nánari upplýsingar um umfjöllunarefni fundarins er að finna í útgefinni dagskrá.

Nánari upplýsingar um fundinn ásamt hlekk á streymið má finna á vef EMA.

Síðast uppfært: 25. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat