SEM mixtúra – tímabundin undanþága veitt

Eftir gildistöku nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja þann 1. júlí sl., hafa komið í ljós vandkvæði sem tengjast forskriftarlyfinu SEM mixtúru. Samkvæmt d. lið 4. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar má ekki ávísa forskriftarlyfi ef um er að ræða ávana- og fíknilyf, en í þann flokk fellur SEM mixtúra.

Samkvæmt reglugerðinni er Lyfjastofnun heimilt að veita undanþágu frá fyrrgreindu banni þegar sérstakar ástæður mæla með því. Þar sem í ljós hafa komið tilfelli þar sem SEM mixtúra er eina fáanlega lyfið sem gagnast við meðferð tiltekinna sjúklinga, hefur stofnunin ákveðið að bregðast við vanda þeirra. Um sinn verður því hægt að sækja um ávísun SEM-mixtúru með undanþágulyfseðli. Fyrirkomulag þetta mun gilda þar til annað verður tilkynnt.

Með hliðsjón af frétt á vef Embættis landlæknis frá 28. apríl 2017 um kódein og börn, verður ávísun mixtúrunnar fyrir börn yngi en 12 ára þó ekki heimiluð. Þá leggur Lyfjastofnun ríka áherslu á að læknar taki mið af öðru því sem fram kemur í fréttinni þegar SEM mixtúru er ávísað.

Síðast uppfært: 29. ágúst 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat