Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd og brottfall lista vegna flokkunar jurta og efna

Breytt stjórnsýsluframkvæmd vegna nýrra lyfjalaga.

Frá og með 1. janúar 2021 falla úr gildi eftirfarandi lista vegna flokkunar jurta og efna:

Ráðist er í breytingar á þessari stjórnsýsluframkvæmd nú vegna gildistöku nýrra lyfjalaga frá og með sama tíma. Listarnir verða áfram aðgengilegir á eldri vef Lyfjastofnunar um einhverja hríð, en Lyfjastofnun telur ekki æskilegt að önnur stjórnvöld byggi ákvarðanir sínar á listunum í núverandi mynd, í ljósi þess að viðhaldi þeirra verður með öllu hætt frá og með fyrrnefndri dagsetningu.

Athygli einstaklinga og fyrirtækja er sérstaklega vakin á því að þessi breytta framkvæmd kann að hafa í för með sér breytingar á verklagi annarra stofnanna sem fást við eftirlit með matvælum og fæðubótarefnum.

Lyfjastofnun birtir hér bréf sem stofnunin sendi Matvælastofnun til að tilkynna um breytta framkvæmd, en í bréfinu er farið yfir forsendur og ástæður breytinganna með greinargóðum hætti.

Fyrirspurnir og erindi vegna þessa skulu send á [email protected].

Síðast uppfært: 16. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat