Tímabundin undanþága fyrir Xylocain adrenalin

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu á Xylocain adrenalin í norsk/sænskum pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri en fram  kemur í lyfjaskrám. Um er að ræða eftirtalið:

  • Vnr 16 00 26 – Xylocain adrenalin – stungulyf, lausn – 10 mg/ml+5 míkróg/ml – 5 x 20 ml

Norrænt vörunúmer í lyfjaskrám er Vnr 15 31 22

Pakkningar eru norsk/sænskar sem fyrr segir, en lyfinu verður umpakkað með íslenskri áletrun á ytri umbúðum þar sem rétt norrænt vörunúmer kemur fram. Íslenskur fylgiseðill mun fylgja hverri pakkningu lyfsins. 

Síðast uppfært: 10. desember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat