Um nýja dýralyfjalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu

Lyfjastofnun Evrópu birtir greinargóðar upplýsingar um þær breytingar sem verða á dýralyfjalöggjöfinni á næsta ári

Nýlega kom út fjórða tölublað fréttabréfs Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) þar sem fjallað er um breytingar sem verða með tilkomu nýrra laga um dýralyf. Þær breytingar byggja á reglugerð Evrópusambandsins frá 11. desember 2018, sem mun ganga að fullu í gildi 28. janúar 2022 eftir rúmlega þriggja ára aðlögunartímabil.

Á aðlögunartímanum hefur verið unnið að ýmsum betrumbótum. Í nýja fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að vinna við uppsetningu nýs gagnagrunns dýralyfja fyrir allt EES svæðið gangi vel og að tilteknum áfanga vinnunar hafi verið náð í mars sl. Þá segir jafnframt að áfram sé unnið að því að safna upplýsingum um sölu sýklalyfja fyrir dýr, verkefni sem hófst á síðasta ári.

Fimmta tölublað fréttabréfsins verður gefið út í maí.

Fyrri tölublöð um breytingar á dýralyfjalöggjöfinni er að finna á vef EMA.

Síðast uppfært: 8. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat