Undanþágulyf sem oftast var ávísað fyrstu þrjá mánuði þessa árs

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast fyrstu þrjá mánuði ársins 2024, þar með talin lyf sem ávísað var til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja, stjörnumerkt til aðgreiningar.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fjöldi áv.
MAGNESIA DAK*filmhtflMagnesíum hýdroxíð9885111.006
988529589
991085144
 Samtals1.739
PropranololfilmhtflPropranololum993015675
989759259
töflurPropranololum994211113
mixtúraPropranololum9726134
Samtals1.051
UtrogesthylkiProgesteronum987498777
94962093
Samtals870
SEM MIXTÚRAmixtúraKódein, dífenhýdramín, ammóníum-klóríð og lakkrísextrakt962234354
962242172
Samtals526
UtrogestanhylkiProgesteronum989832386
98785223
Samtals409
Levomepromazine OriontöflurLevomepromazinum980955220
981995100
98653119
9865494
Samtals343
MiralaxlausndufHægðalyf með Osmótíska verkun958829192
988628145
Samtals337
SENEASEtöflurSenna993734310
Samtals310
Naproxensþ-tflNaproxenum996168275
Samtals275
Quinine SulfatetöflurChininii975592246
Samtals246
PeriactintöflurCyproheptadinum964115217
Samtals217
Estramon*forðaplEstradiolum995871127
99586339
Samtals166

*lyfi ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 10. maí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat