Útgáfa lyfjaverðskráa í nóvember

Lyfjaverðskrá og undanþágulyfjaverðskrá verða gefnar út tvisvar í mánuði frá og með nóvember.

Lyfjaverðskrá 1. nóvember

Sú lyfjaverðskrá sem gefin er út með gildistöku 1. nóvember er gefin út í núverandi (eldra) kerfi þ.a. því fylgja engar nýjungar fyrir tölvuþjónustuaðila. Lyfjaverðskrárbreytingar þessarar verðskrár verður reiknað með sama hætti og áður hefur verið gert. Undanþágulyfjaverðskrá er auk þess gefin út á sama hátt og áður.

Lyfjaverðskrá 15. nóvember

Lyfjaverðskrá og undanþágulyfjaverðskrá gefnar út saman

Fyrirhugað er að gefa út lyfjaverðskrá í nýju kerfi í fyrsta sinn þann 15. nóvember. Á sama tíma verður lyfjaverðskrá gefin út í gamla kerfinu. Þetta er gert sem varaleið svo tryggt sé að breytingin gangi sem best og lokaprófun á því að gögnin séu eins í báðum kerfum.
Lyfjaverðskrárgengi mun miða við opinbert viðmiðunargengi Seðlabankans, fjórum virkum dögum fyrir gildistöku verðskráa, að viðbættu álagi þannig að úr verði gengi sem líkja má við sölugengi.

Til einföldunar hefur verið ákveðið að sameina lyfjaverðskrá og undanþágulyfjaverðskrá í eina lyfjaverðskrá. Excel útgáfa verðskránna hefur að geyma nákvæmlega sömu dálka þar sem dálkur „AH“ kallast „Á undanþágulista“ og þar stendur alltaf „0“ fyrir markaðsett lyf en „1“ fyrir undanþágulyf. Á þessi sameining verðskránna því í raun ekki að fela í sér neina breytingu fyrir ávísana- og smásölukerfi aðra en að einungis er þörf á að lesa inn/opna eina skrá í stað tveggja áður.

Síðast uppfært: 26. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat