Vegna mislingatilfella
síðustu daga hefur eftirspurn eftir bóluefni gegn mislingum, hettusótt og
rauðum hundum aukist til muna. Lyfjastofnun hefur verið í sambandi við innflytjanda
bóluefnisins og nú er ljóst að hraðsending er væntanleg nk. föstudag, 8. mars,
og önnur sending strax í næstu viku.
Landlæknir er einnig í
sambandi við innflytjandann og hefur fengið yfirsýn yfir dreifingu þess
bóluefnis sem selt hefur verið. Þá má geta þess að bólusetningum er
forgangsraðað undir yfirumsjón heilbrigðisyfirvalda; þeir sem eru í mestri
áhættu ganga fyrir.